Velkomin á síðuna mína

Um mig

Í nokkur ár hef ég verið að búa til íslenska minjagripi, mest úr íslenskri ull. Minjagripirnir mínir eru til sölu á nokkrum stöðum m.a. í Þjóðminjasafninu.

Innblásinn af þjóðsögum og íslenskri náttúru

Ég sæki aðallega innblástur í íslenska náttúru og gamlar þjóðsögur, sérstaklega um álfa og tröll. Við eigum margar sögur um álfa sem skipta sér af lífi manna og óheppin tröll sem breytast í steina í dagsbirtu. Það er auðvelt að sjá hvers vegna við eigum allar þessar sögur. Þú þarft bara að líta yfir hraunbreiðu, sérstaklega í rökkrinu, og þú munt sjá hvernig hraun og skuggar taka á sig form allskyns kynjavera.

Íslenska ullinn uppáhalds efniviður

Mér finnst skemmtilegast að vinna með ull. Íslenska ullin er talin nokkuð einstök þar sem hún hefur tvö lög, annað er langt og gróft, en hitt er stutt og mjúkt. Þessi eiginleiki ullarinnar gerir það að verkum að auðvelt er að þæfa hana hvort sem notuð er þurr- eða blautþæfing.

Scroll to Top